Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid hefur kært Everton og segir félagið skulda sér peninga.
Ancelotti sagði upp störfum hjá Everton fyrir tveimur árum til þess að taka við Real Madrid.
Hann segir félagið skulda sér peninga og hefur lagt fram kæru hjá hæstarétti í London.
Málið verður tekið fyrir þar en Everton er í gríðarlegum fjárhagsvandræðum og kæran frá Ancelotti kemur sér illa.
Ancelotti átti ágætis sprett með Everton en stökk á tilboð frá sínum gömlu vinum hjá Real Madrid þegar það kom.