Ahmet Nur Cebi, forseti Besiktas, var harðorður í garð Dele Alli sem hefur nú yfirgefið félagið eftir lánssamning.
Alli skrifaði undir lánssamning við Besiktas í ágúst í fyrra frá Everton en hann náði aldrei að sýna sitt besta hjá félaginu.
Alli var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Englands og var mikilvægur hluti af liði Tottenham.
Hann var síðar seldur til Everton þar sem lítið gekk upp og svo lánaður til Tyrklands þar sem hann lék 13 leiki á nýliðnu tímabili.
,,Samningur okkar við Dele Alli er runninn út. Við vorum svo spenntir fyrir honum þegar hann kom fyrst,“ sagði Cebi.
,,Hann mun ekki koma aftur hingað. Við fengum ekki það sem við bjuggumst við. Ég vona að hann komist á beinu brautina sem manneskja.“