Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá þar til sín góða gesti. Í þetta sinn sat landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson með þeim.
Jóhann er 32 ára gamall og er farinn að huga að næstu skrefum eftir ferilinn.
„Ég er klárlega farinn að pæla í þjálfun og ég held að Vincent Kompany hafi kveikt enn meira á því hjá mér. Ég hef lært gríðarlega mikið á honum.
Ég mun klárlega taka þessar þjálfaragráður og stefni á að gera það á næsta tímabili þar sem er meiri tími en í Championship,“ segir Jóhann, en hann komst með Burnley undir stjórn Kompany aftur í úrvalsdeildina í vor.
Jóhann veit ekki hvort hann ætli að búa hér á landi eftir ferilinn.
„Við erum á báðum áttum. Veðurfarið er ekkert að hjálpa.“
Umræðan í heild er í spilaranum