Erling Haaland, leikmaður Manchester City, var pirraður er hann sá liðið spila á síðustu leiktíð.
Haaland ákvað að ganga í raðir City í sumarglugganum en hann lék með Dortmund í fyrra.
Haaland tók eftir því að það væri enginn að klára fyrirgjafir ensku meistarana og að hann væri fullkominn í teignum fyrir félagið.
,,Það er góður eiginleiki að geta potað boltanum í netið,“ sagði Haaland í samtali við BT Sport.
,,Á síðustu leiktíð þá horfði ég á svo marga leiki með Man City og þegar fyrirgjafirnar komu í teiginn þá var enginn þarna. Ég ímyndaði sjálfan mig vera á staðnum og koma honum í netið.“
,,Það er það sem ég hugsaði um þegar ég kom hingað. Ég er ekki sá sem skapar tækifærin en ég er með mitt hlutverk í liðinu.“