Það er heldur betur óvænt nafn á toppi þeirra sem brutu mest af sér í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Enska deildin er búin að segja sitt síðasta í bili en Manchester City varð meistari enn eitt árið.
Joelinton, leikmaður Newcastle, braut mest af sér á tímabilinu eða 65 talsins. Moises Caicedo hjá Brighton var í öðru sæti einnig með 65 brot.
Joelinton sem hefur spilað á miðjunni hjá Newcastle undanfarið var áður framherji en hann fékk fleiri gul spjöld en Caicedo eða 12 gegn 10.
Kai Havertz, leikmaður Chelsea, er í þriðja sæti með 60 brot en það er eitthvað sem kemur einnig á óvart.
Listann í heild sinni má sjá hér.