Jack Grealish, leikmaður Manchester City, gat ekki annað en grátið í gær eftir leik liðsins við Inter Milan.
Um var að ræða úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Man City vann 1-0 sigur með marki frá Rodri.
Miðjumaðurinn skoraði eina markið er 22 mínútur voru eftir til að tryggja þeim ensku sigurinn og jafnframt þrennuna.
Man City vann ensku deildina og enska bikarinn og er nú einnig búið að vinna deild þeirra bestu 2023.
Grealish grét eftir lokaflautið í gær en mætti stuttu eftir það í viðtal við BT Sport og ræddi um leikinn.
Hann segist hafa verið ‘ömurlegur’ í leiknum enda þurfti hann að sinna mikilli varnarvinnu undir lok leiks sem er ekki hans sterkasta hlið.
It’s impossible not to love Jack Grealish ❤️ pic.twitter.com/0hPtC1G94A
— Dream Team (@dreamteamfc) June 10, 2023