Goðsögnin Marco van Basten lét í sér heyra í gær fyrir leik Inter Milan og Manchester City í Meistaradeildinni.
Um var að ræða úrslitaleikinn sjálfan en Man City hafði betur 1-0 með marki Rodri í seinni hálfleik.
Fyrir leik var hitað aðdáendur upp en brasilíska söngkonan Anitta og nígeríski listamaðurinn Burna Boy voru á sviðinu í Tyrklandi.
Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Van Basten sem vill að það sé hugsað um fátt annað en bara leikinn sem fer að hefjast.
,,Það er fáránlegt að þessi sýning sé í gangi. Af hverju ekki að gera þetta fyrir upphitun?“ sagði Van Basten.
,,Fólk er bara þarna bíðandi eftir að þetta byrji. Þetta á að snúast um fótboltamennina, fótboltann. Þetta gerist líka á HM – fáránlegt.“