Umdeildi kokkurinn ‘Salt Bae’ var mættur á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Manchester City og Inter Milan í gær.
Salt Bae komst í fréttirnar undir lok síðasta árs er hann fékk að halda á heimsmeistarabikarnum eftir sigur Argentínu á HM í Katar.
Það var eitthvað sem margir gagnrýndu enda átti matreiðslumaðurinn ekkert að hafa með sigur Argentínu í mótinu.
Hann lét aftur sjá sig á úrslitaleik í gær er Man City fagnaði sigri en Rodri skoraði eina markið í viðureigninni fyrir Man City.
,,Hann er eins og vond lykt sem hverfur ekki,“ skrifar einn við myndina af Salt Bae og annar bætir við: ‘Hver er að hleypa þessu viðrini inn?’
Fjölmargir hafa látið skoðun sína í ljós og eru alls ekki hrifnir af því að þessi ágæti kokkur sé mættur á hvern einasta stórviðburð í boltanum.