Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá þar til sín góða gesti. Í þetta sinn sat landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson með þeim.
Jóhann er á leið í ensku úrvalsdeildina með Burnley á ný eftir árs fjarveru. Hann bjóst ekki við að snúa aftur í deildina þegar Burnley féll fyrir ári síðan.
„Nei, ég hélt að þetta væri minn síðasti leikur. Ég lenti í erfiðum meiðslum þegar 3-4 mánuðir voru eftir af tímabilinu. Ég sagði við konuna mína að ég héldi að ég hefði spilað minn síðasta leik í úrvalsdeildinni. Það var erfiður biti að kyngja.
Að vera að fara að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni er draumur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.