fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Dæturnar sem hafa gert allt vitlaust á samskiptamiðlum – Fyrirsætur og áhrifavaldar

433
Sunnudaginn 11. júní 2023 22:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gleymið kærustunum, það eru dætur knattspyrnumannana sem vekja athygli núna,“ segir í frétt sem The Sun birti nýlega. Í greininni er farið yfir þær dætur knattspyrnumanna sem hafa vakið hvað mesta athygli. Sumar þeirra eru nú í sambandi með knattspyrnumönnum en ein þeirra er trúboði. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera ýmist fyrirsætur eða áhrifavaldar.

Estelle Bergkamp

Estelle er dóttir Arsenal-goðsagnarinnar Dennis Bergkamp. Estelle er þessa stundina í sambandi með miðjumanni Manchester United, Donny van de Beek, en þau voru saman þegar hann fór til Manchester frá Ajax. Estelle kann eflaust vel við sig á Englandi en hún fæddist og bjó þar fyrstu árin á meðan faðir hennar spilaði í ensku úrvalsdeildinni.

Estelle ásamt foreldrum sínum – Mynd/Instagram

Jade Leboeuf

Faðir Jade er fyrrum stjarna Chelsea á Englandi, Frank Leboeuf. Jade vill verða leikkona en þessa dagana er hún hvað þekktust sem fyrirsæta. Hún bjó nýlega í Los Angeles í stuttan tíma en þaðan fór hún svo til Parísar. Fyrir sex mánuðum síðan eignaðist hún sitt fyrsta barn, soninn Elon.

Jade Lebouf – Mynd/Instagram

Taylor Ward

Taylor er dóttir enska knattspyrnumannsins Ashley Ward en hún hefur vakið mikla athygli í raunveruleikaþáttunum Real Housewifes of Cheshire. Taylor er í sambandi með einni af stjörunum í Manchester City, Riyad Mahrez. Þá er hún einnig samfélagsmiðlastjarna en hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram, þar er hún með rúmlega 800 þúsund fylgjendur.

Taylor Ward – Mynd/Instagram

Pamela Higuita

Faðir Pamelu er enginn annar en kólombíski markvörðurinn Rene Higuita. Rene var einn skrautlegasti markvörður sem knattspyruheimurinn hefur séð en nú virðist vera sem dóttir hans ætli sér að taka athyglina. Á dögunum birti hún mynd sem rímar afar mikið við mynd sem Rene lét taka af sér á sínum tíma þar sem hann hélt fótbolta fyrir kynfærunum sínum. Á myndinni sem dóttir hans birti heldur hún einnig bolta fyrir kynfærunum sínum en hin hendin hylur brjóstin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pamela Higuita (@pamehiguita)

Danielle Favato

Danielle er ein af sex börnum brasilísku goðsagnarinnar Romario. Danielle er virkilega vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram en þar fylgja henni um 264 þúsund manns. Svo virðist vera sem hún hafi erft eitthvað af knattspyrnuhæfileikum föður síns en hún hefur deilt myndböndum af sér sýna taktana í fótboltablaki á ströndinni.

Danielle ásamt föður sínum – Mynd/Instagram

Stephannie Oliveira

Stephannie er dóttir annarrar brasilískrar goðsagnar, Bebeto. Stephannie er líklegast með óvenjulegasta ferilinn á listanum en hún er fyrirsæta, leikkona, tónlistarkona og trúboði. Þegar hún fær tíma frá myndatökum og tónlistinni þá ferðast hún um heiminn og boðar boðskap Jesú Krists.

Stephannie Oliveira – Mynd/Instagram

Charlotte Caniggia

Charlotte er án efa vinsælust á listanum sem The Sun tók saman en hún er með tvær og hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Hún er sjónvarpsstjarna en hún hefur til að mynda tekið þátt í argentísku útgáfu dansþáttanna Strictly Come Dancing og í ítölsku útgáfunni af raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother. Charlotte er dóttir Rangers stjörnunnar Claudio Caniggia en hún og bróðir hennar, Alex, hafa einnig verið saman með þátt á MTV í Argentínu.

Charlotte er afar vinsæl á Instagram – Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi