Usain Bolt, einn besti spretthlaupari heims, er á því máli að einn leikmaður Manchester United gæti unnið hann í 20 metra hlaupi.
Sá maður er Marcus Rashford sem er þekktur fyrir hraða sinn á velli en hann er einn mikilvægasti leikmaður Manchester United.
Bolt er sjálfur stuðningsmaður Man Utd en hann er 36 ára gamall í dag og væri fróðlegt að sjá hann og Rashford eigast við á hans heimavelli.
,,Rashford er gríðarlega fljótur af stað og það er það sem hann er bestur í,“ sagði Bolt við TalkSport.
,,Hann er með smá sprengingu eftir það og ég sagði við hann að hann gæti örugglega unnið mig á fyrstu 20 metrunum.“
,,Eftir það hins vegar þá ætti hann ekki möguleika.“