Seinni leikjum dagsins í Bestu deild karla er nú lokið og geta Víkingar fagna vel og innilega í kvöld.
Víkingar eru með fimm stiga forskot í deildinni eftir leikina en liðið mætti Fram og hafði betur, 3-1.
Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur þar sem öll mörkin voru skoruð en sigurinn var aldrei í neinni hættu.
Á sama tíma áttust við Keflavík og Stjarnan en það síðarnefnda kom í heimsókn.
Eggert Aron Guðmundsson var hetja Stjörnunnar í kvöld og tryggði jafntefli er stutt var eftir en Magnús Þór Magnússon hafði komið Keflavík yfir.
Víkingur R. 3 – 1 Fram
1-0 Erlingur Agnarsson(’21)
2-0 Danijel Dejan Djuric(’28)
3-0 Birnir Snær Ingason(’34)
3-1 Fred Saraiva(’41, víti)
Keflavík 1 – 1 Stjarnan
1-0 Magnús Þór Magnússon(’54)
1-1 Eggert Aron Guðmundsson(’81)