Real Madrid á Spáni er alls ekki tilbúið að borga yfir 100 milljónir punda fyrir framherjann Harry Kane í sumar.
Frá þessu greinir Marca en Kane gæti vel verið á förum í sumar en hann verður samningslaus næsta sumar.
Kane verður þrítugur í lok júlí og er Real ekki tilbúið að greiða næstum eins háa upphæð og Tottenham vill fá fyrir hann.
Samkvæmt Marca er Real aðeins reiðubúið að greiða 68 milljónir punda fyrir Kane vegna aldur hans og stöðu samnings.
Manchester United er einnig orðað við Kane sem er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins.
Kane hefur skorað 279 mörk í 435 leikjum fyrir Tottenham og er einnig markahæsti leikmaður í sögu félagsliðs síns.