Jack Grealish, stjarna Manchester City, fær sér skyndibita eftir hvern einasta leik sem hann spilar.
Það er ekki venjan hjá öllum knattspyrnumönnum en Grealish heimsækir kínverskan skyndibitastað í Manchester.
Enski landsliðsmaðurinn segist elska kínverskt fæði en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður ensku meistarana.
,,Ég elska kínverskan mat. Eftir hvern einasta leik þá heimsæki ég Wing’s í Manchester,“ sagði Grealish.
,,Ég er mikið fyrir það að taka matinn með mér og fær mér chow mein rétt. Við erum að tala um söltuð egg og hrísgrjón með rækjum og karrísósu.“
,,Eftir það skelli ég öllum réttunum á sama diskinn og nýt þess þannig!“