Lionel Messi hefur skrifað undir samning við Inter Miami í Bandaríkjunum og leikur þar á næstunni.
Messi er einn ríkasti knattspyrnumaður frá upphafi en hann lék síðast fyrir Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Nú er búið að birta myndir af íbúðinni sem verður heimili Messi í Miami en hún kostar níu milljónir dollara.
Messi hefur átt hús í Miami undanfarin fjögur ár en hann hefur verið reglulegur gestur þar í sumarfríi í gegnum árin.
Allt er til taks fyrir Messi og hans fjölskyldu eins og má sjá hér fyrir neðan.