Manchester City 1 – 0 Inter
1-0 Rodri(’68)
Það var ekki boðið upp á fjörugasta úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld er Manchester City og Inter Milan áttust við.
Fyrri hálfleikurinn í kvöld var ansi ómerkilegur og var lítið um færi og voru mörkin engin.
Man City komst yfir er um 20 mínútur voru eftir en miðjumaðurinn Rodri kom þá boltanum í netið.
Það færðist meiri hiti í leikinn í seinni hálfleik en alls fóru sex gul spjöld á loft og fjögur af þeim í blálokin.
Inter fékk sín færi og reyndi að jafna metin en liðið var með hærra xG í leiknum en Englandsmeistararnir.
Það voru hins vegar þeir ensku sem fagna sigri og er liðið nú búið að vinna þrennuna eða deildina, bikarinn og Meistaradeildina.