Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Í þættinum fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti.
Í þetta skiptið mætti Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður að ræða komandi leiki Íslands, Burnley, ferilinn til þessa og margt fleira.
Þá kom Albert Brynjar Ingason sparkspekingur og hitaði upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld.
Þess má geta að þátturinn kemur einnig út í hlaðvarpsformi alla laugardagsmorgna og má hlusta á hann á öllum helstu veitum.