Fyrrum undrabarnið Ross Barkley vaknaði upp atvinnulaus í gær er ljóst varð að hann fengi ekki nýjan samning hjá Nice.
Nice ákvað að láta Barkley fara eftir stutt stopp en hann skoraði fjögur mörk í 27 leikjum fyrir félagið.
Barkley var á sínum tíma einn eftirsóttasti leikmaður Englands en hann gekk í raðir Chelsea frá Everton þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Barkley þótti standa sig nokkuð vel en hann fær ekki framlengingu á þeim eins árs samningi sem hann skrifaði undir.
Miðjumaðurinn lék fyrir enska landsliðið um tíma en hans síðasti landsleikur kom árið 2019.