Mathieu Debuchy, fyrrum leikmaður Arsenal og Newcastle, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Debuchy er enskum knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann lék í úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018.
Fyrst lék Debuchy með Newcastle en gekk svo í raðir Arsenal og spilaði aðeins 13 deildarleiki á fjórum árum.
Debuchy var hægri bakvörður og spilaði þá 27 landsleiki fyrir Frakkland yfir fjögur ár.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Lille frá 2003 til 2013 en endaði ferilinn hjá smáliði Valenciennes í heimalandinu.