Kevin de Bruyne er ekki heppinn þegar kemur að úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu.
De Bruyne var í byrjunarliði Manchester City í kvöld gegn Inter Milan en fór af velli í fyrri hálfleik.
Phil Foden kom inná sem varamaður fyrir De Bruyne sem meiddist einnig gegn Chelsea árið 2021.
Þá tapaði Man City 1-0 í úrslitunum en getur hefnt sín í kvöld gegn Inter Milan í Tyrklandi.
De Bruyne er einn allra mikilvægasti leikmaður Man City sem getur unnið þrennuna í kvöld.