Það vantaði ekki upp á skemmtunina í Bestu deild karla í dag en þrír leikir fóru fram á þessu fallega sumardegi.
Fjörið mikið í Kaplakrika þar sem Breiðablik kom í heimsókn og byrjaði af krafti en eftir 17 mínútur var staðan 0-2.
Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson sáu um að koma Blikum yfir með stuttu millibili.
Davíð Snær Jóhannsson reyndist hins vegar hetja FH og skoraði tvennu til að tryggja liðinu dýrmætt stig.
KA vann sterkan heimasigur á Fylki fyrr í dag en þar var Harley Willard á meðal markaskorara heimamanna.
ÍBV sótti þá gott stig vestur í bæ þar sem Felix Örn Friðriksson tryggði jafntefli með marki í blálokin.
FH 2 – 2 Breiðablik
0-1 Stefán Ingi Sigurðarson(’14)
0-2 Viktor Karl Einarsson(’17)
1-2 Davíð Snær Jóhannsson(’34)
2-2 Davíð Snær Jóhannsson(’54)
KA 2 – 1 Fylkir
1-0 Sveinn Margeir Hauksson(’30)
2-0 Harley Willard(’62)
2-1 Benedikt Daríus Garðarsson(’85)
KR 1 – 1 ÍBV
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson(’69)
1-1 Felix Örn Friðriksson(’92, víti)