Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Þá mætast Manchester City og Inter í Istanbúl. Það var hitað upp fyrir leikinn í Íþróttavikunni.
Flestir búast við sigri City en það er aldrei að vita hvað gerist í úrslitaleik.
Íþróttavikan fékk sparkspekinginn Albert Brynjar Ingason til að hita upp fyrir leikinn.
Albert býst við hörkuleik og telur að verkefnið verði alls ekki auðvelt fyrir City.
Samtalið við Albert má nálgast í spilaranum.