Samkvæmt enskum fjölmiðlum stefnir allt í það að Declan Rice fari til Arsenal í sumar.
Mikel Arteta stjóri Arsenal er sagður leggja mikla áherslu á það að krækja í enska landsliðsmanninn.
Það stefnir líka allt í það að Rice verði dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en kaupverðið verður yfir 100 milljónir punda.
Ensk blöð segja í dag að West Ham sitji nú við samningaborðið með Arsenal og vilji fá Emile Smith Rowe sem hluta af kaupverðinu.
Rice vill fara frá West Ham og enska liðið veit af því, búist er við að málið geti gengið hratt fyrir sig.