Xavi er í samningsviðræðum við Barcelona.
Knattspyrnustjórinn tók við 2021 og hefur verið að gera góða hluti. Liðið varð Spánarmeistari á nýafstaðinni leiktíð.
Xavi, sem er goðsögn í Barcelona frá tíma sínum sem leikmaður, á aðeins ár eftir af samningi sínum og ljóst að félagið vill halda honum.
Hann vill 12 milljónir evra í árslaun og verður fróðlegt að sjá hvort Börsungar verði við því.
Fjárhagur Barcelona hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár. Á dögunum kom í ljós að félagið hefði ekki efni á að fá Lionel Messi til liðs við sig á nýjan leik.