Samkvæmt fréttum á Englandi nú í morgunsárið er Manchester United að skoða það að senda Mason Greenwood á lán á næstu leiktíð.
Greenwood hefur ekki spilað fótbolta eða æft í eitt og hálft ár eftir að lögreglan í Manchester handtók hann.
Var Greenwood grunaður um kynferðisbrot og annað ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður fyrir nokkru síðan en United hefur síðan þá skoðað málið.
Ensk blöð segja að United skoði að lána Greenwood í eitt ár og sjá hvernig staðan á honum er áður en félagið fer að spila honum.
Greenwood var vonarstjarna United og enska landsliðsins þegar málið kom upp.
Fjöldi liða vill fá Greenwood og má þar nefna stórlið á Ítalíu og í Tyrklandi.