A-landslið kvenna er í 15. sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í dag föstudag. Liðið fellur um eitt sæti á lista frá því í mars. Ísland er með 1854,4 stig sem er 2,63 stigum meira en á síðasta lista.
Danmörk hoppaði upp um tvö sæti og komst þar með upp fyrir Ísland.
Í apríl gerði Ísland 1-1 jafntefli við Nýja-Sjáland og vann 2-1 sigur gegn Sviss í vináttuleikjum.
Bandaríkin verma toppsætið sem fyrr, Þýskaland er í öðru sæti og Svíþjóð í því þriðja.