Karim Benzema fékk svakalegar móttökur þegar hann var kynntur til leiks hjá Al Ittihad í Sádi-Arabíu.
Hinn 35 ára gamli Benzema skipti yfir til félagsins eftir fjórtán frábær ár hjá Real Madrid. Kappinn skoraði 354 mörk í 648 leikjum í spænsku höfuðborginni, auk þess að leggja upp 165 mörk til viðbótar.
Frakkinn fékk tilboð frá Sádi-Arabíu sem hann gat ekki hafnað. Fær hann rúmar 340 milljónir punda fyrir tvö ár þegar allt er tekið inn í myndina.
60 þúsund stuðningsmenn Al Ittihad tóku svo á móti Benzema er hann var kynntur til leiks. Það má sjá hér neðar.
Sádi-Arabíska deildin er að verða vinsæl á meðal stórra nafna í knattspyrnuheiminum. Cristiano Ronaldo er auðvitað hjá Al-Nassr og þá er N’Golo Kante að verða liðsfélagi Benzema hjá Al Ittihad.
Karim Benzema’s presentation at Al-Ittihad is absolutely insane. pic.twitter.com/xv9150P2Xe
— TC (@totalcristiano) June 8, 2023