Lionel Messi kvittaði í vikunni undir samning við Inter Miami um að ganga í raðir félagsins í sumar.
Þessi magnaði knattspyrnumaður er að taka á sig launapakka sem er ansi myndarlegur. En föstu launin hans eru þó ekki nálægt því sem Cristiano Ronaldo fær í Sádí Arabíu.
Samningurinn við Messi er þannig byggður upp að hann mun hagnast verulega ef deildinni verður vinsæld, þá á seldum áskriftum.
Apple kom að samningum og fær Messi hluta af hverri áskrift í sjónvarpi, Adidas borgar honum svo ef treyjur seljast vel.
Messi gæti á endanum hagnast miklu meira en föstu launin hans eru. Hér er samanburður á föstum launum Ronaldo og Messi eins og þau eru í dag.