Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segist finna fyrir trausti landsliðsþjálfarans Age Hariede og það kann hann að meta. Hann ræddi við 433.is í dag.
Rúnar var lengi vel varamarkvörður fyrir Hannes Þór Halldórsson en fékk svo traustið sem aðalmarkvörður þegar Hannes hætti.
„Auðvitað gefur það mér aukið sjálfstraust og sjálfstrú að vita að þjálfarinn hefur trú á mér. Manni líður ekki eins og maður þurfi að fara inn í leik og spila besta leik í heimi til að eiga möguleika á að spila næsta leik. En það er ekkert sjálfgefið í þessu,“ segir Rúnar.
Hann bendir á að markvarðastaðan geti verið ansi snúin.
„Þetta er erfið og öðruvísi staða. Þetta er ekkert fyrir hvern sem er og ég ráðlegg ekkert mörgum að fara í þessa stöðu.“
Ítarlega er rætt við Rúnar í spilaranum.