Það er allt að verða klárt fyrir nýjustu stækkunina á Anfield en hún verður tekin í notkun á næsta tímabili.
Liverpool mun hefja næsta tímabil og stærri og flottari Anfield velli.
Framkvæmdir eru í fullum gangi en Liverpool hefur óskað eftir því að byrja tímabilið í ágúst á útileik.
Eigendur Liverpool hafa verið að breyta og bæta Anfield undanfarið með því að stækka völlinn
A huge milestone in the Anfield Road Stand expansion project has been completed, with the old 282-tonne roof lifted off 🙌🏟️
— Liverpool FC (@LFC) June 8, 2023
Völlurinn mun taka 7 þúsund áhorfendur til viðbótar og fer úr 54 þúsund áhorfendum í 61 þúsund áhorfendur. Sem mun færa Liverpool auknar tekjur.