Það fór einn leikur fram í Lengjudeild karla í kvöld. Ægir tók þá á móti ÍA.
Skagamenn voru með bakið upp við vegg fyrir leik, enda aðeins með 5 stig eftir jafnmarga leiki.
Liðið vann hins vegar afar mikilvægan sigur í kvöld. Eina mark leiksins gerði Daniel Ingi Jóhannesson eftir rúman klukkutíma.
Lokatölur 0-1. Skagamenn eru því komnir í sjötta sæti með 8 stig.
Ægir er hins vegar enn án sigurs, með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.