Naby Keita er á förum frá Liverpool og á leið til Þýskalands.
Samningur Keita við Liverpool er að renna út og fer hann þá á frjálsri sölu.
Miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2018. Miklar væntingar voru gerðar til hans eftir að hann var keyptur frá RB Leipzig en hann hefur ekki staðið undir þeim. Þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
Nú er Keita að snúa aftur til Þýskalands og skrifa undir þriggja ára samning við Werder Bremen.
Werder Bremen hafnaði í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð, aðeins 3 stigum fyrir ofan fallsvæðið.