Í Þungavigtinni, hlaðvarpsþættinum sem kom út í gærkvöldi var rætt um þjálfarmál ÍA. Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA en gengið í Lengjudeildinni í upphafi sumars hefur ekki verið gott.
ÍA féll úr Bestu deildinni síðasta sumar og var talið að liðið yrði á meðal bestu liða deildarinnar í sumar.
Liðið hefur hins vegar hikstað hressilega í upphafi móts og mætir Ægi í kvöld í leik sem liðið verður að vinna. Ríkharð Óskar Guðnason segir að ÍA sé búið að hlera þrjá þjálfara ef illa fer.
„Það er rosalega mikið talað upp á Skaga að það séu að koma símtöl hingað og þangað, að það sé búið að kanna stöðuna á Óla Jóa, Ágúst Gylfasyni og Brynjari Birni fengið símtal,“ sagði Ríkharð Óskar.
„Ef Hann tapar fyrir Ægi þá verður hann rekinn,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson.
Ríkharð sagði að ef ÍA myndi ekki vinna Ægi þá yrði Jón Þór rekinn.