Það gæti endað sem stutt stopp hjá Jorginho hjá Arsenal en í fréttum dagsins segir að félagið sé tilbúið að selja hann.
Arsenal keypti Jorginho frá Chelsea í janúar en þessi 31 árs gamli miðjumaður var ekki í stóru hlutverki.
Nú segir að Lazio sem Maurizio Sarri stýrir vilji kaupa Jorginho og að Arsenal sé tilbúið að selja hann.
Sarri og Jorginho náðu vel saman þegar hann var stjóri Chelsea og vill hann endurnýja kynnin.
Jorginho er ítalskur landsliðsmaður en hann kom inn hjá Arsenal þegar liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið klúðraði titlinum undir lok tímabils.