Eins og allir vita nú er Lionel Messi að ganga í raðir Inter Miami.
Kappinn kemur á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germian en hann hafnaði því að þéna mun hærri upphæðir í Sádi-Arabíu.
Inter Miami hefur verið í miklum vandræðum í MLS-deildinni og er á botni Austurdeildarinnar. Gengið varð til þess að Phil Neville var rekinn úr starfi aðalþjálfara á dögunum.
Sergio Aguero, knattspyrnugoðsögn og fyrrum liðsfélagi Messi í argentíska landsliðinu, segist hafa grínast í Messi eftir skiptin vegna stöðu Inter Miami.
„Ég sendi honum skjáskot af stöðunni í Austurdeildinni og skrifaði: „Liðið þitt er eftir á! Þið þurfið að koma ykkur upp í áttunda/níunda sæti.“ Messi hafði gaman að þessu og sendi að þeir þyrftu að ná inn í úrslitakeppnina,“ segir Aguergo.
Efstu níu liðin í Austurdeildinni fara í í úrslitakeppnina. Inter Miami er sex stigum frá níunda sætinu.