UEFA óttast það að lenda í vandræðum með að koma fólki inn á völlinn þegar úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardag.
Leikurinn fer fram í Istanbúl í Tyrklandi en allt fór í steik í París á síðasta ári.
Gæslan í kringum völlinn réð ekkert við álagið og stuðningsmenn Liverpool áttu í vandræðum með að komast inn á völlinn þegar liðið tapaði gegn Real Madrid.
Til að reyna að koma í veg fyrir vandræði hefur UEFA biðlað til stuðningsmanna Manchester City og Inter að mæta níu klukkustundum fyrir leik á laugardag.
Ljóst er að fáir eru til í það að dúsa á vellinum í níu klukkutíma fyrir leik en einhverjir munu vafalítið nýta sér það til að lenda ekki í vandræðum, komi þau upp.