Khephren Thuram miðjumaður Nice skellti í læk við færslu þess efnis að Liverpool væri búið að ganga frá kaupum á Alexis Mac Allister frá Brighton.
Thuram er nefnilega einn þeirra miðjumanni sem Liverpool skoðar að kaupa í sumar.
Fyrr í dag sagði hinn virti Fabrizio Romano að Liverpool myndi funda með umboðsmanni Thuram á næstunni.
Thuram er 22 ára gamall franskur landsliðsmaður sem spilað hefur vel á miðsvæði Nice undanfarið.
Liverpool skoðar að kaupa hann í sumar en Manue Kone samlandi hans er einnig á lista Jurgen Klopp þetta sumarið.
Khephren Thuram appears to have liked a post about Alexis Mac Allister’s move to Liverpool 👀 pic.twitter.com/BYtibJgAUI
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) June 5, 2023