Sheik Jassim frá Katar lagði fimmta og síðasta tilboð sitt inn í Manchester United í vikunni. Ef ekkert svar kemur frá Glazer fjölskyldunni á morgun hættir hann viðræðum.
Söluferli Manchester United hefur staðið yfir frá því í nóvember en líklegast er talið að Sir Jim Ratcliffe kaupi um helming í félaginu.
Sheik Jassim reynir hins vegar eins og hann getur og hefur frá því að tilboðsfrestinum lauk lagt inn tvö ný tilboð.
Sheik Jassim vonast eftir svörum frá Glazer fjölskyldunni á morgun annars hefur hann hótað því að hætta að taka þátt í því.
Stuðningsmenn Manchester United vilja niðurstöðu í málið sem fyrst svo Erik ten Hag stjóri liðsins hafi svörin fyrir sumarið þar sem styrkja þarf liðið.