Zinedine Zidane er sagður hafa hafnað því að taka við Paris Saint-Germain.
Þetta segir í staðarmiðlinum Le Parisien.
PSG er í leit að nýjum stjóra fyrir Christophe Galtier sem var rekinn.
Félagið vildi ráða Zidane en hann hefur sagt nei.
Zidane hefur á stjóraferlinum aðeins stýrt Real Madrid. Þar náði hann stórkostlegum árangri.
Talið er að PSG snúi sér nú að Julian Nagelsmann. Sá var síðast við stjórnvölinn hjá Bayern Munchen en hefur einnig verið með RB Leipzig og Hoffenheim.