Piers Morgan sem kemur fram eins og talsmaður Cristiano Ronaldo sendir væna sneið á Lionel Messi fyrir það að fara til Inter Miami.
Hann segir Messi yfirgefa stærsta svið fótboltans þremur árum yngri en Cristiano var þegar hann fór til Sádí Arabíu í janúar.
„Messi hættir á meðal þeirra bestu 35 ára, þremur árum yngri en Ronaldo,“ skrifar Morgan á Twitter.
Morgan tók viðtalið við Ronaldo sem varð til þess að Manchester United rifti samningi hans og Ronaldo hélt til Sádí.
„Líklega munum við nú lesa alla sömu gagnrýni frá blaðamönnum og sérfræðingum og Ronaldo fékk. Er það ekki? Nei við munum ekki gera það.“
Messi ákvað í gær að fara til Inter Miami en hann vildi ekki bíða lengur eftir Barcelona og kaus Bandaríkin frekar en Sádí Arabíu.