Jessica Goicoechea vakti mikla athygli á dögunum þegar hún birti nektarmynd. Nú er hún aftur á síðum enskra götublaða.
Jessica er vel þekkt á meðal knattspyrnuaðdáenda en hún er fyrrum kærasta varnarmannsins Marc Bartra sem gerði garðinn frægan með Barcelona.
Goicoechea er með tæplega 2 milljónir fylgjenda og vekur athygli hvert sem hún fer.
Á dögunum birti hún nektarmynd og var talað um að Instagram gæti bannað hana en svo varð ekki.
Jessica birti léttklæddar myndir á dögunum sem rötuðu í miðlana. Þær má sjá hér neðar.
Bartra hefur á ferli sínum spilað fyrir Barcelona, Borussia Dortmund og Real Betis en er í dag hjá Trabzonspor í Tyrklandi.