Liverpool mun á næstu dögum funda með umboðsmönnum Manu Koné og Khephren Thuram sem báðir eru ungir franskir miðjumann.
Fabrizio Romano segir frá þessu en Liverpool gekk í dag frá kaupum á Alexis Mac Allister frá Brighton til að styrkja miðsvæðið sitt.
Kone er 22 ára gamall og spilar með Borussia Mönchengladbach en hann gæti styrkt miðsvæði Liverpool og aukið hlaupagetuna.
Kone hefur spilað fyrir yngri landslið Frakklands en Thurham sem er hjá Nice hefur spilað einn A-landsleik fyrir Frakkland. Hann er líkt og Kone aðeins 22 ára gamall.
Romano segir að Liverpool fundi með umboðsmönnum þeirra á næstunni en ekkert tilboð hafi verið lagt fram.
Liverpool have scheduled round of talks with Manu Koné and Khephren Thuram agents. No bid submitted yet but both players remain on the list. 🔴 #LFC
Reds will plan for next signing in the midfield after Mac Allister deal now finally completed. pic.twitter.com/Xp7K5NmQYN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023