Ítalskir miðlar segja AS Roma á höttunum eftir Alvaro Morata í sumar.
Morata er þrítugur og á ár eftir af samningi sínum við Atletico Madrid.
Talið er að Jose Mourinho, stjóri Roma, vilji styrkja framlínu sína og gæti Morata þar verið kostur. Tammy Abraham hefur þá verið orðaður við brottför.
Atletico er sagt opið fyrir því að leyfa Morata að fara.
Auk Atletico hefur Morata spilað fyrir stórlið á borð við Chelsea, Juventus og Real Madrid á ferlinum.
Auk Morata er Roma sagt horfa til Mauro Icardi og Wilfried Zaha.