Mikael Neville Anderson er meiddur og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í komandi leikjum í undankeppni EM 2024.
KSÍ greinir frá þessu.
Neville var í 25 manna hópi Age Hareide fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal en nú er ljóst að hann verður ekki með vegna meiðsla.
Neville er leikmaður AGF í Danmörku og hefur heillað þar. Þá á hann að baki 20 A-landsleiki.
Mikael Neville Anderson er meiddur og getur ekki verið með A landsliði karla í komandi leikjum í undankeppni EM 2024. Góðan bata Mikael ! 👊 #AfturáEM pic.twitter.com/rd8iULE4ZU
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2023