Lionel Messi leikmaður Inter Miami segist hafa verið mjög óhamingjusamur þau tvö ár sem hann var hjá Paris Saint-Germain.
Messi staðfesti í gær að hann ætlaði sér að fara í MLS deildina og fara með fjölskylduna til Miami.
„Ég er á þeim tímapunkti að ég vil stíga út úr sviðsljósinu og hugsa meira um fjölskylduna,“ segir Messi sem er 35 ára gamall.
„Þetta voru tvö ár sem ég var mjög óhamingjusamur, ég naut þeirra ekki.“
Messi segir að mánuðurinn í kringum Heimsmeistaramótið í Katar hafi gefið honum gleði. „Þetta var magnaður mánuður þar sem ég vann HM en annars var þetta mjög erfitt fyrir mig.“
Messi vill finna gleðina í Miami. „Ég vil finna gleðina, njóta fjölskyldunnar frá degi til dags. Þess vegna gerðist það ekki að ég fór til Barcelona.“