fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Jafnt í báðum leikjum kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru tveir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Hörkuleikur var spilaður í Egilshöllinni þar sem Fjölnir tók á móti Gróttu.

Pétur Theodór Árnason kom Gróttu yfir snemma leiks en skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks jafnaði Axel Freyr Harðarson fyrir heimamenn.

Gestirnir komust yfir að nýju á 54. mínútu þegar hinn 16 ára gamli Tómas Jóhannessen skoraði.

Skömmu síðar svaraði Máni Austmann Hilmarsson hins vegar með marki fyrir Fjölni.

Meira var ekki skorað. Lokatölur 2-2. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 14 stig, stigi meira en Afturelding sem á leik til góða. Grótta er í sjötta sæti með 7 stig.

Á sama tíma gerðu Njarðvík og Selfoss einnig jafntefli suður með sjó.

Guðmundur Tyrfingsson kom Selfyssingum yfir eftir rúman stundarfjórðung en þegar um fimm mínútur lifðu venjulegs leiktíma jafnaði Luqman Hakim fyrir heimamenn. Þar við sat, lokatölur 1-1.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í því sjöunda með 6 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu