Eftir að hafa tryggt sér Lionel Messi er hugur í David Beckham og öðrum eigendum Inter Miami sem virðast ætla að smíða sér stjörnulið.
Þannig segir í fréttum dagsins að Angel di Maria sé með tilboð frá félaginu sem hann skoðar.
Hann gæti spilað með samlanda sínum í Miami en skoðar kosti sínu í Evrópu áður en hann tekur ákvörðun. Samningur hans við Juventus er á enda.
Sergio Busquets vinur Messi frá Barcelona er efstur á lista Inter Miami fyrir sumarið en hann er með tilboð frá Sádí Arabíu.
Busquets var að yfirgefa Barcelona en það kemur í ljóst á næstu vikum hvaða skref hann tekur undir lok ferilsins.
Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLS
Europe remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023