Það kom upp ótrúlegt atvik í síðustu umferð Lengjudeildar karla. Þá tók Robert Blakala, markvörður Njarðvíkur, boltann með höndum lengst fyrir utan vítateig í leik gegn Vestra og uppskar rautt spjald.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Vestra en atvikið var til umræðu í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.
„Ég get ekki útskýrt þetta en get sagt ykkur það að ég sá hann í Bónus í gærkvöldi og langaði að spyrja hann hvað gerðist,“ sagði sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson léttur.
„Mig langar svo að vita hvað gerðist í hausnum á honum.
Það hefði verið auðveldast í heimi að skalla þetta og ef ekki þá fer hann bara yfir þig og þú ert 1-0 undir.“