Tottenham hefur ákveðið að setja andlitið á Harry Kane á allar auglýsingar fyrir nýja treyju félagsins. Vekur þetta athygli í ljósi umræðunnar.
Kane er efstur á óskalista Real Madrid og Manchester United í sumar og möguleiki er á því að hann verði seldur.
Tottenham er meðvitað um það að Kane á bara ár eftir af samningi sínum en Daniel Levy, stjórnarformaður, vill ekki selja hann.
Kane hefur ekki haft áhuga á því að framlengja samning sinn við félagið en Tottenham ætlar að reyna að halda í hann.
Kane og fleiri stjörnur koma fyrir á auglýsingu félagsins en það er Nike sem framleiðir treyjur Tottenham.