Mateo Kovacic leikmaður Chelsea viðurkennir að hann sé líklega á förum frá félaginu.
Hinn 29 ára gamli Kovacic hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2019. Liðið átti hræðilegt tímabil en miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City.
„Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Chelsea. Þetta ár var ansi slæmt. Það stefnir allt í það að ég muni söðla um eftir fimm góð ár,“ segir Kovacic.
Hann ræddi svo orðróminn um City.
„Manchester City er frábært lið sem á skilið að vera í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Það er það sem ég hef að segja.
Þetta verður langt sumar. Chelsea er frábært og ég elska liðið og stuðningsmennina, þeir elska mig og ég á frábærar minningar. Við sjáum hvað setur.“